Hálft ár liðið

Sæþór Ingi er hálfs árs í dag. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Þetta er síðasta vikan mín hér heima og við tekur alvara lífsíns, eða svoleiðis Smile. Sæmi tekur við húsmóðurstarfinu *heppin ég* og ég sest á skólabekk ekki í fyrsta sinn ehemm Blush. Hann er nú reyndar líka byrjaður í skólanum þannig að veturnn verður strembinn hjá okkur. En það reddast Cool

Drengurinn orðinn þvílíkt duglegur farinn að sitja eins og greifi og veltir sér og snýr í allar áttir. Farinn að fara upp á hnén og þá er nú stutt í að hann fari að skríða. Farinn að rífa og tæta allt sem hann nær í er meira að segja farinn að toga dúka af borðum þegar hann er í göngugrindinniGasp. Þannig að næst á dagskránni hér er að gera heimilið barnvænna.. Stundum veit ég ekki til hvers ég er að setja undir hann teppi þegar hann liggur á gólfinu hann er kominn útaf því um leið. LoL

Sumarið hjá okkur var yndislegt vorum mikið í Eyjum og fórum norður með viðkomu á Hvammstanga og alla leiða á Akureyri þar sem við kíktum á landsmót skáta "eitt sinn skáti, ávallt skáti" Tounge og fórum svo á ættarmót á Heimalandi. Ekki ná svo gleyma veiðiferðinni sem við fórum inn í Veiðivötn.  Sæþór unni sér bara nokkuð vel í tjaldi en við förum nú vonandi meira næsta sumar.

Er þetta ekki bara nóg í bili Grin

Við biðjum kærlega að heilsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álfaheimar

Höfundur

María Sif
María Sif

Ég er stelpa, dóttir, litla systir, fimmföld stóra systir, móðursystir, föðursystir, frænka

Ég er 24ra ára hamingjusöm eiginkona og móðir

Ég elska að taka myndir af vinum og vandamönnum

Ég er mágkona, svilkona og tengdadóttir

Ég er barnabarn og barnabarnabarn

Ég elska að horfa á sjónvarpið

Ég er stolltur kattareigandi

Ég er vinkona og kunningi

Ég er með göt í eyrunum

Ég er með tvö tattoo

Ég elska mat

Ég er

Ég

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 00301034
  • 053
  • 037
  • Sætastur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 160

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband